FÍB FORSÍÐA

Mánudagur 30. nóvember 2015
 
 
Eldsneytisvakt
Eldsneyti

BENSÍN

198,1
198,2
198,2
198,7
198,7
200,7

DÍESEL

192,8
192,9
192,9
193,5
193,5
193,5

 

Spurningin
Aldur bíla íslenskri bifreiðaskrá miðast einungis við fyrsta skráningardag. Bílaumboð eru flest treg til að upplýsa um raunverulegan aldur bíla. Hvaða upplýsingar vilt þú að standi í bifreiðaskránni?
Fyrsti skráningardagur
Framleiðsluár og -mánuður
Árgerð
Allt þetta

Niðurstaða könnunar

 

Vefverslun

 

https://verslun.fib.is/image/cache/data/b%C3%ADllinn/taskatransweb-228x228.jpg
https://verslun.fib.is/image/cache/data/b%C3%ADllinn/solgleraugu600pix-100x100.jpg


 
Þjónusta

Akstur erlendis

- Ertu í ferðahugleiðingum?

 

The image “http://www.fib.is/myndir/FIAlogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Federation Internationale de l´Automobile - FIA og Alliance International de Tourisme - AIT,  og FÍB og önnur bifreiðaeigendafélög víða um heim hafa með sér gagnkvæma samvinnu varðandi margs konar aðstoð og fyrirgreiðslu við félagsmenn á ferðalögum, s.s vegaaðstoð, ferðaupplýsingar o.fl. Til þess að fá aðgang að þjónustunni þarf að sjálfsögðu að muna eftir félagsskírteininu, á því er merki FIA sem allir klúbbarnir þekkja. Systurfélög FÍB. Á skrifstofu FÍB Skúlagötu 19 fást ferðahandbækur frá mörgum löndum, íslensk og erlend ferðakort á góðu verði. Kynntu þér úrvalið í vefverslun FÍB

 


http://www.fib.is/myndir/altjol.gif

 

Alþjóðlegt ökuskírteini

Íslenskt ökuskírteini, er tekið gilt á öllum Norðurlöndunum og í Vestur Evrópu. Þeir sem eru með gömlu útgáfuna af ökuskírteini ættu að athuga að það er ekki tekið gilt alls staðar í Vestur Evrópu og hvergi ef skráður gildistími er útrunninn. Í flestum öðrum löndum ber að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini, jafnframt eigin gildu ökuskírteini.

Í flestum öðrum löndum ber að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini, jafnframt eigin gildu ökuskírteini. Með breytingu á umferðalögum hefur FÍB fengið heimild til að gefa út alþjóðleg ökuskírteini. 

Alþjóðlegt skírteini færð þú á skrifstofu FÍB að Skúlagötu 19, koma þarf með eftirfarandi:

1. Ljósmynd (3,5 sm x 4,5 sm) sem líkist umsækjanda vel (ekki of gamla mynd). Myndin skal vera á endingargóðum ljósmyndapappír, án merkja og stimplalaus. 

2. Framvísa gildu ökuskírteini.

Alþjóðlega ökuskírteinið kostar kr. 1200.- ófélagsbunda en félagsmenn FÍB fá 30% afslátt eða kr. 840.- . Afgreiðsla skírteina er á skrifstofu FÍB, Skúlagötu 19 alla virka daga frá kl. 8.15 - 16.00, það tekur um 10 mín að útbúa skírteinið.  Alþjóðlega ökuskírteinið gildir í eitt ár frá útgáfudegi. 

ATH. Ekki er hægt að sækja alþjóðlegt ökuskírteini fyrir annan aðila hjá FÍB, Sýslumaðurinn í Kópavogi afgreiðir alþjóðlegt ökuskírteini fyrir þá sem ekki eiga kost á að nálgast það sjálfir, t.d vegna dvalar erlendis.

Nánar um International Driving Permit

Passamyndir ehf, Hlemmi s. 551 1315 veitir félagsmönnum FíB 500 kr afslátt af myndatöku. Passamyndakassar eru bæði í Kringlunni og Smáralind. 


 

http://fib.is/myndir/drivingabroad-715x230.jpg

 

9 mikilvæg ferðagögn

Það er mjög mikilvægt að hafa öll ferðagögnin í lagi og að þau séu meðferðis þegar haldið er í bílferðalag erlendis. Farðu yfir þennan lista áður en þú lokar ferðatöskunum og læsir útidyrunum.

1. Ökuskírteini
Almennt íslenskt ökuskírteini (appelsínugula plastkortið í sömu stærð og greiðslukort) er fullgilt innan Evrópu. Í mörgum löndum A. Evrópu er skynsamlegt að hafa líka meðferðis alþjóðlegt ökuskírteini og í öðrum heimshlutum er alþjóðlegt ökuskírteini ásamt gildu íslensku ökuskírteini nauðsynlegt. FÍB gefur út alþjóðleg ökuskírteini og sömuleiðis lögregluembætti. Alþjóðlegt ökuskirteini

2. Skráningarskírteini
Skráningaskírteini eigin bíls eða þess bíls sem ferðast er á (og hjólhýsisins, tjaldvagnsins eða kerrunnar) verður að vera meðferðis. Geymdu skráningarskírteinið (skírteinin) vel og skildu ekki eftir í hanskahólfinu þegar bíllinn er yfirgefinn.

3. Græna kortið
Græna kortið fæst hjá tryggingafélaginu þínu. Græna kortið er alþjóðleg staðfesting þess að bíllinn er ábyrgðartryggður. Það er skynsamlegt að hafa græna kortið tiltækt á ferðalögum um V. Evrópu og bráðnauðsynlegt og skylt í Albaníu, Andorra, Bosníu/Herzegóvínu, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi, Makedóníu, Moldavíu, Rúmeníu, Serbíu-Montenegro, Tyrklandi og Úkraínu. Mælt er eindregið með að hafa græna kortið meðferðis í Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Króatíu, Slóveníu, Eistlandi, Lettlandi, Lithauen og Póllandi.

4. Ferðatryggingar
Ýmsar ferðatryggingar eru innifaldar í greiðslukortum og gilda ef ferðin hefur að hluta eða öllu leyti verið greitt með greiðslukorti. Sömuleiðis bjóða tryggingafélög margskonar ferða- og farangurstryggingar. Lesið tryggingaskilmála og spyrjist fyrir um tryggingar til að forðast tví- eða margtryggingar á sömu þáttum.

5. Evrópska sjúkratryggingakortið
Evrópska sjúkratryggingakortið fæst hjá Tryggingastofnun ríkisins. Til að verða sér úti um það er lang auðveldast að gera það á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. Kortið gildir í öllum ríkjum EES og Sviss og staðfestir rétt korthafa til heilbrigðisþjónustu sem kann að verða nauðsynleg á ferðalaginu. Þegar komið er á heilsugæslustöð, sjúkrahús eða apótek má búast við að einnig þurfi að framvísa vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Kortið gildir í eftirtöldum löndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Kýpur (gríska hlutanum), Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Portúgal, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Sviss, Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

6. Lyfjavottorð (Schengenvottorð)
Lyfjavottorð er vottorð frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir þá sem heilsu sinnar vegna þurfa að taka eftirritunarskyld lyf sem geta valdið vímuáhrifum og hafa þau meðferðis við komu til landa innan Schengen svæðisins. Til að vottorðið sé tekið gilt þarf það að vera vottað og stimplað af landlæknisembættinu.

7. Tjaldbúðaskírteini
Alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini er nauðsynlegt þegar gist er á tjaldsvæðum í Evrópu. Handhafar þess njóta bæði forgangs og ýmissa fríðinda. Skírteinið er eingöngu gefið út til félagsmanna FÍB.

8. Hraðbrautamerki (límmiðar í framrúðuna)
Hraðbrautamerki eru staðfesting þess að greidd hafi verið eingreiðsla fyrir tímabundin afnot af hraðbrautum viðkomandi lands. Hraðbrautamerkin fást á landamærastöðvum og bensínstöðvum í grennd við landamæri þessara landa.

9. Öryggisvesti
Að lokum þetta: Flest eða öll ríki í Evrópu krefjast þess nú að öryggisvesti í skærgulum eða appelsínugulum lit sé í bílnum. Ef stöðva þarf bíl í vegakanti, t.d. til að skipta um dekk, skal sá sem það gerir klæðast þessu vesti. Sektir liggja við að gera það ekki. Viðurkennd öryggisvesti fást í verslun FÍB að skúlagötu 19 eða í vefverslun FÍB.


Vegaaðstoð erlendis fyrir FÍB félagsmenn


http://www.greenpath.com/sites/default/files/credit-cards-3.jpg

Tryggingar í kreditkortinu

Korthafar greiðslukortanna hér að ofan eru með innifalið í kortinu kaskó tryggingu, collision damage waiver (CDW eða LDW) fyrir allt að 50.000 USD eða 5.764.000 íslenskar krónur (miðað við gengi 13.03.14). Eigin áhætta eða sjálfsábyrgð er 25.000 krónur af hverju tjóni. 

Þessi trygging gildir aðeins á ferðalögum erlendis einnig ef bílaleigubíllinn er greiddur með greiðslukortinu. Þó eru eftirfarandi undantekningar: Vátryggingin gildir ekki á Íslandi, Rússlandi, fyrrum lýðveldi Sovéturíkjanna (Eystrasaltsríkin eru undanskild), Afríku (S-Afríka er undanskild) og ekki innan dvalarlands korthafa.
Ef korthafi lendir í tjóni skal hann tilkynna tjónið til Van Ameyde +31 70 413 73 90, þetta er sólahrings þjónusta. Minniháttar tjón er þó hægt að leysa með viðkomandi bílaleigu erlendis. Við heimkomu þarf korthafi að skila til Vís meðfylgjandi tjónatilkynningu vegna málsins.
http://www.vis.is/library/Tryggingaskjol/Tjonstilkynningar/Ferdatjon/tilkynning_tjon_ferdatjon(Rev2014).pdf
Það sem þarf að hafa meðferðis út til staðfestingar um kaskótryggingu bílaleigubíls er þar til gert bílaleigukort sem á að hafa fylgt með kredikortinu sem innifelur bílaleigutryggingar. Hafi kortið glatast er hægt að nálgast nýtt hjá viðkomandi banka/sparisjóð.
Aðrar takmarkanir eru að tryggingin gildir ekki fyrir eftirfarandi ökutæki: hraðskreiðabíl eins og Lamborgini, Porche og þess háttar lúxus ökutæki, bíla eldri en 20 ára ðea bíla sem ekki hafa verið framleiddir í 10 ár lengur eru undanskildir. Einnig eru ekki ökutæki tryggð eins og vörubílar, dráttarvélar, húsbílar og bifhjól svo e-ð sé nefnt. Einnig má benda á aldur ökumann, allir ökumenn skulu hafa gild ökuskirteini og vera á aldrinum 21 – 74 ára. Rétt að benda líka á að hámarks leigutímabil er 31 dagur og gildir tryggingin bara fyrir einn bíl í hverju tilfelli. Ekki er hægt að framlengja trygginguna vegna leigu til lengri tíma.
Til þess að tryggingin sé gild þarf að greiða bílaleigubílinn með kortinu, einnig þarf korthafi að vera ökumaður nr 1. En tryggingin gildir einnig fyrir aðra en korthafa maka, sambýlismaka, börn, foreldrar, tengdaforeldrar, systkyni, viðskiptavini eða samstarfsfélaga. En hafa skal í huga að korthafi þarf ávallt að vera ökumaður 1 og leigutaki. 


 

http://www.touring-newzealand.com/images/transportation/australia-rental.jpg

Bílaleigur

Margir kjósa að leigja sér bíl þegar dvalið er erlendis enda býður það upp á mikið frelsi að geta keyrt þangað sem maður vill á eigin vegum. Yfirleitt eru slíkir bílar pantaðir fyrirfram á netinu, og gildir þá sama reglan og venjulega, þ.e. að mikilvægt er að kynna sér viðkomandi bílaleigu. Þá eru einnig ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar bíll er tekinn á leigu, en því miður kemur stundum fyrir að neytendur fái óvænta reikninga vegna skemmda á bílnum eftir að heim er komið. Nokkuð er um að bílar verði fyrir tjóni sem er ekki tryggt, svo sem vegna öskufoks eða sandstorms, og er því afar mikilvægt að lesa smáa letrið í samningunum vel og kanna hvort í boði séu einhvers konar viðbótartryggingar og hvort borgi sig að kaupa þær. Þá þarf einnig að hafa í huga að umferðarreglur, eins og t.a.m. reglur um hámarkshraða, geta verið mismunandi milli landa. Heimild ena.is

 

Kaskótrygging / Collision damage waiver insurance CDV/LDV á ensku á bílaleigubílum
Fróðleiks og reynslusaga af íslenskum ökumanni erlendis með kaskótryggingu

Ég ók á löglegum hámarkshraða, 110 km/klst (70 mph) á hraðbrautinni í Michigan-fylki í Bandaríkjunum á bílaleigubíl og átti mér einskis ills von þegar dádýr hljóp skyndilega út í veginn fyrir framan mig. Það var of seint að bremsa. Höggið var mikið þegar dádýrið lenti á bílnum, en sem betur fer lenti það á fremra horni bílsins og kastaðist svo af því í stað þess að lenda beint á framrúðunni. Ég náði að aka bílnum út í vegkant og stoppa þar. Fjölskyldan var öll í bílnum, kona og barn, og voru þau bæði ómeidd en tjónið á bílnum var mikið. Skrýtið hljóð kom frá vélinni og vökvi lak úr henni. Ég hringdi í lögregluna (sem kom innan fárra mínútna), í bílaleiguna (sem sendi dráttarbíl), og í systur mína, sem sótti okkur.
Nokkrum vikum síðan fékk ég reikning frá bílaleigunni fyrir viðgerð á bílnum. Hún kostaði allt í allt meira en $3000.
En ég þurfti ekki að borga – það var jafnvel engin sjálfsábyrgð. Af hverju? Ég var búinn að kynna mér vel bílatryggingar áður en ég leigði bílinn. Ég þekkti reglurnar og fylgdi þeim.
Þessi óskemmtilega reynsla undirstrikaði hvers vegna fólk ætti aldrei að sleppa kaskótryggingu á bílaleigubílum og ég endurtek – aldrei. Bílar eru ávallt leigðir með lágmarksábyrgðartryggingu, sem bætir tjón á öðru fólk og eignum annarra. En það þarf að kaupa aukatryggingu til að bæta það tjón sem verður á bílaleigubílnum sjálfum. Þessi trygging heitir kaskótrygging bílaleigubíls á íslensku (og oftast “collision damage insurance” á ensku). Án hennar tekur þú alla ábyrgð á verðmæti bílsins á þig, jafnvel þó að slysið sé ekki þér að kenna, eins og var í mínu tilfelli. (Það er ekki óalgengt að dádýr séu úti á vegum á þessum slóðum.)

Það eru tvær leiðir til að fá kaskótryggingu / collision damage insurance á bílaleigubílum.
1.  Kaupa kaskótrygginguma hjá bílaleigunni, en hún er töluvert dýr (algengt er að borga a.m.k. US$10/€10 á dag).
2.  
Er að borga bílaleiguna með kreditkorti sem innifelur ókeypis kaskótryggingu fyrir bíla. Á Íslandi er það einungis kreditkort sem hafa dýrara árgjald sem bjóða upp á þessi aukahlunnindi. Greiðirðu bílaleiguna með slíku kreditkortu þá þarftu að afþakka, skriflega, trygginguna sem bílaleigan býður. Þetta gerði ég og eftir slysið setti ég mig strax í sambandi við kreditkortafyrirtækið sem hjálpaði mér með því að skila inn öllum pappírum sem þurfti. Það liðu þrír mánuðir áður en allri skriffinnskunni var lokið en en hún var ekki svo erfið þótt hún tæki langan tíma og mjög gott að þurfa ekki að borga krónu.

Dýrasti þáttur í slysinu var simtölin! Ég var enn ekki búinn að kaupa bandarískt símkort (ég hafði ekki búist við að þurfa það strax). Fjórtán mínútur á tali með bílaleigunni og systur minni, úr íslenska númerinu, kostuðu meira en 6.000 kr.

http://fib.is/myndir/PHV_hertz.jpg

10% FÍB / Show your card afsláttur erlendis af besta verði

https://www.hertz.is/fib


http://www.fib.is/myndir/SuperStock_1606-128891.jpghttp://www.fib.is/myndir/1005601_605_450_0_0_0_0.jpg

Gleymið ekki evrópsku vegatollunum

- munið að kaupa hraðbrautamerki

Það getur orðið dýrt spaug að gleyma að kaupa hraðbrautamerkimiða sem límdir eru í framrúðuna eins og sjá má af samantekt hins danska og þýska systurfélags FÍB, FDM og ADAC, hér.

Þau eru orðin alls 20 Evrópulöndin sem rukka sérstaklega fyrir akstur á hraðbraut

um sínum. Ef maður er stöðvaður á gjaldskyldri hraðbraut án hraðbrautamiða í framrúðunni má maður eiga von á hárri sekt, miklu hærri en sem nemur verði miðans. Slík sekt getur gengið illilega á ferðasjóðinn í sumarfríinu.

 Í Slóvakíu er lágmarkssekt þrefalt verð hraðbrautamiðans, en getur hugsanlega orðið allt að 500 evrur. Og ekki eru sektirnar lægri annarsstaðar: í Austurríki eru algengar upphæðir þeirra 120-300 evrur. Í Slóveníu nema sektirnar 300-800 evrum.

Veggjaldainnheimtan er nokkuð mismunandi frá einu landi til annars. Algengast er að selja ferðalöngum aðgöngumiða að hraðbrautum með tilteknum gildistíma eða þá tölvukubb til að festa innaná framrúðuna. Lesarar á hraðbrautunum sjá svo hvort miði eða kubbur er í bílunum og senda eftirlitsfólki og lögreglu boð um bíla með enga eða ógilda miða/kubba. Þessir miðar/kubbar eru víðast hvar fáanlegir með mismunandi löngum gildistíma og þá á mismunandi verði, nema í Sviss. Þar fæst einungis einn gildistími sem er eitt ár.

Hin innheimtuaðferðin sem tíðkast er sú að innheimta vegtolla eftir ekinni vegalengd. Þar sem þannig háttar er oftast tekinn miði úr vél sem þá lyftir bómu svo hægt sé að aka inn á tollveginn. Síðan er gjaldhlið þar sem ekið er út af viðkomandi hraðbraut. Einnig tíðkast að láta vegfarendur greiða áður en ekið er inn á tollveg.

Mjög ráðlegt er að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda í því eða þeim löndum sem ætlunin er að aka um og hver er upphæð vegatollanna áður en lagt er af stað. Verðið sem innheimt er er mjög misjafnt eftir löndum og í stórum dráttum þannig að Ódýrastar eru hraðbrautirnar í Rúmeníu en dýrastar í Slóveníu. En það eru ekki bara hraðbrautirnar sem kosta: Í nokkrum löndum er rukkað sérstaklega fyrir akstur yfir brýr og um jarðgöng í grennd við borgir.

Hér er að finna tæmandi yfirlit á dönsku yfir vegatollataxta og reglur um vegatollainnheimtu og viðurlög í þeim 20 Evrópulöndum sem rukka vegatolla.

Hér er hægt að kaupa hraðbrautamiða fyrir Austurríki, Sviss og Tékkland.

 


http://www.fib.is/myndir/vetrarmynd.jpg

Upplýsingar um vetrarbúnað bifreiða í evrópusmellu hér


http://fib.is/myndir/lez2.jpg

"Low emission zones" í Evrópu - LEZ (mengunar takmörkunar svæði) 

Í 153 borgum í Evrópu þarf að hafa svokallaðan umhverfismiða á bílnum, en í flestum tilfellum á það einungis við bíla sem eru þyngri en 3.5 tonn.  Undantekningin er í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi þar þarf að hafa umhverfismiða á fólksbíla í ákveðnum borgum. Miðarnir eru rauðir, gulir eða grænir allt eftir aldri bílsins. Til að fá grænan miða þarf bíllinn að vera bensínbíll skráður eftir 01.01.1993, ef dieselbíll þá skráður eftir 31.12. 2005.
 
LEZ miðarnir kosta 5-15 evrur, Sekt fyrir að hafa ekki LEZ miða í framrúðunni er 40 evrur.
  

Það er hægt að kaupa LEZ miða í Þýskalandi á öllum TUV skoðunarstöðvum gegn framvísun skráningarskírteinis bílsins.
http://www.tuev-nord.de/tuev-stationen

"Low emission zones" í Þýskalandi

Í Þýskalandi þarf að hafa LEZ miða á öllum bílum ( Low emission zone) sem fara inn í Berlín, Hannover, Bremen og Leipzig hvort sem um diesel eða bensínbíl er að ræða.

"Low emission zones" á Ítalíu

 Á Ítalíu eru miðhlutar margra borga eða einstaka götur merktar með merki, eins og sjá má hér fyrir ofan "Zona traffico limitato" kl.8-18, þá er í flestum tilfellum einungis leyfð umferð íbúa hverfisins eða götunnar. Flest hótel geta aðstoðað ferðamenn við að fá sérstakt leyfi ef þörf krefur,

"Low emission zones" í London

Ef ferðinni er heitið til London með bílinn þá þarf að skrá hann 14 dögum áður í gegnum eftirfarandi síðu. http://www.tfl.gov.uk/roadusers/lez/17702.aspx#tkt-tab-panel-4

Nánar um LEZ miða
http://www.lowemissionzones.eu/


 http://www.fib.is/myndir/shownytt.jpg

Afsláttur í útlöndum

Show your Card! er alþjóðlegur afsláttaklúbbur bílaklúbba. Félagsmenn geta sýnt FÍB skírteinið á 150.000 stöðum innanlands og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Japan, Suður-Kóreu, Suður Afríku og víðar. Alls staðar sem Show your Card! merkið er sýnilegt er veittur afsláttur t.d. af bílaleigubílum, hótelum, skemmtgörðum, söfnum o.fl. Athugið að hjá sumum aðilum þarf að bóka fyrirfram til að njóta afsláttar. Show your card merkið er á FÍB skírteininu.

http://fib.is/myndir/SYCevropa.jpg  http://fib.is/myndir/SYC-USAKANADA.jpg 

 

 http://www.fib.is/myndir/Flyer%20USA.jpg

Hótel í Bandaríkjunum 

Ef félagsmenn hafa hug á að bóka hótel í Bandríkjunum með afslætti, þá býður AAA systurfélag okkar upp á sameiginlegt bókunarsímanúmer fyrir öll hótelin 00 1 866 222 7283, þetta símanúmer er grænt númer ef hringt er innan Bandaríkjanna, ef hringt er frá Íslandi þá greiðir félaginn innanlandssímtal en AAA systurfélagið okkar í Bandaríkjunum greiðir mismunin. Einkennisnúmer (Club code) fyrir FÍB er 378. Einnig er hægt að bóka á netinu þá er best að fara á www.hotelkeðjunafnið.com/aaa þ.e.a.s. www.bestwestern.com/aaa eða www.hilton.com/aaa o.s.frv. Sérstakt skírteini fyrir félagsmenn sem eru að fara til Bandaríkjanna og Kanada fæst á skrifstofu FÍB.  Vegakort af Bandaríkjunum og Kanada

 

Best Western hótelin út um allan heim veita félagsmönnum 10% afslátt af lægsta gistitexta.
Skoða/bóka Best Western

 


http://www.fiadisabledtravellers.com/gifs/apps/fiaguide/logo_disabled.gif

Á FIA Region I heldur úti vefsíðu til að upplýsa fatlaða ferðamenn um sérleyfi bílastæða og hugsanlega gagnkvæma viðurkenningu þeirra í heiminum,
í því skyni að auðvelda ferðalög sín um alla Evrópu og um allan heim.

http://www.fiadisabledtravellers.com/

http://www.hackney.gov.uk/Assets/Images/disabled-parking-bay.jpg

Til baka - senda Senda - Prennta Prentvæn útgáfa - Deila

 

 Félag íslenskra bifreiðaeigenda - Skúlagata 19 - 101 Reykjavík - s. 414 9999 - fib@fib.is

 myndir/logo_arc.gifmyndir/FIA000_Logo_AFRS_RGB.JPG http://fib.is/myndir/Eurorap.png   myndir/tag_eng_rgb.jpg   fibfacebook