Sölu / ástandskoðun

Félag íslenskra bifreiðaeiganda mælir eindregið með því að kaupendur bifreiða fari með bílinn söluskoðun áður en skrifað er undir kaupsamning til að minnka líkurnar á eftirmálum.

Hægt er að fá létta skoðun á bíl hjá Aðalskoðun sem staðsett er víðsvegar um landið. Léttskoðun hjá Aðalskoðun gildir eingöngu fyrir bíla tíu ára og yngri og fyrir bíla undir sex tonnum að heildarþyngd.

Léttskoðun er vísbending um ástand bíls, en til að afla frekari gagna er ráðlagt að leita til þjónustuverkstæðis viðkomandi tegundar ökutækis.