11 gírar og þrjár kúplingar

Honda hefur fengið einkaleyfi á nýjum gírkassa. Hann skiptir sjálfvirkt milli gíra, bæði upp og niður, er 11 gíra og hefur þrjár kúplingar í stað tveggja eins og algengt er um kassa af þessu tagi.

Gírkassar af þessum toga sem skipta sjálfir milli gíra komu fyrst fram í Volkswagen bílum fyrir um áratug og eru orðnir býsna algengir, ekki bara í VW bílum heldur mörgum fleiri. Þeir hafa tvær kúplingar sem fá boð frá tölvu bílsins um að skipta um milli gíranna sem oftast eru frá sjö til níu talsins. Kúplingarnar sjá um að skipta um gír, velja þann næsta og bíða síðan með að tengja hann inn þar til réttu boðin berast. Nú bætir Honda við þriðju kúplingunni og fjölgar gírunum upp í 11.

Allt er þetta gert í nafni betri eldsneytis- og orkunýtingar. Þessi gírafjöldi gerir það mögulegt að halda vélinni sem mest á þeim snúningi þar sem hún nýtir eldsneytið best og eyðslan er með minnst miðað við hraða og álag hverju sinni. Þriðja kúplingin stuðlar svo að því að gírskiptingarnar verði sem mýkstar og finnist sem allra minnst.