Fréttir

HÆTTA! Svartklætt fólk með heyrnartól í eyrum og án endurskins í myrkrinu

Endurskinsmerki á fatnaði gangandi í umferðinni eru sjaldséð á þessu hausti. Þegar svo við bætist að algengustu litir vetrarfatnaðar eru dökkir og að mjög margir, einkum ungir vegfarendur eru oft með heyrnartól í eyrum að hlusta á tónlist og heyra því ekki í umferðinni í kring um sig, þá er hætta á ferðum.

Mercedes X er Nissan Navara

Tæknisamvinna Renault-Nissan og Daimler (Mercedes Benz) þéttist stöðugt. Fyrir fáum árum birtist hún í litla sendibílnum Mercedes Citan sem í rauninni er Renault Kangoo. Á næsta ári mun svo koma Mercedes X, en það er pallbíll sem í raun verður Nissan Navara undir Benz-stjörnu.

Hard Rock Cafe Reykjavik nýr afsláttaraðili FÍB

Glæsilegur Hard Rock Cafe Reykjavik opnaði í gær. Félagsmenn munið að framvísa félagsskírteininu.

Nissan stöðvar framleiðslu á bíl fyrir S. Ameríku eftir áreksturspróf

Eftir áreksturspróf á vegum Global NCAP sl fimmtudagskvöld tilkynnti stjórn Nissan að framleiðslu á fólksbílnum Nissan Tsuru yrði hætt. Umræddur bíll sem framleiddur er fyrir s. amerískan markað, var árekstursprófaður af Latin NCAP fyrir þremur árum með þeirri hrapallegu útkomu að hann náði ekki einni einustu stjörnu.

Flokkarnir og samgöngumál

FÍB sendi öllum framboðum til Alþingis í kosningunum á morgun 29. október fyrirspurn um áherslur í samgöngumálum. Settar voru fram 7 spurningar sem varða uppbyggingu samgöngumannvirkja, fjármögnun og valkosti. Einnig var spurt um afstöðu til rafbílavæðingar og mögulegt notkunargjald af rafbílum í framtíðinni til innviðauppbyggingar.

Vetrardekkjakönnun FÍB 2016/2017

Við viljum hvetja félagsmenn FÍB og alla bifreiðaeigendur að láta ekki hjólbarðakaup sín ráðast af auglýsingaskrumi heldur kynna sér vel þessa könnun og aðrar svipaðar hlutlausar og óháðar hjólbarðakannanir og leita síðan eftir þeim hjólbörðum sem best hæfa eigin akstursaðstæðum og bifreiðanotkun og finna hvar verðið er hagstæðast.

FÍB Blaðið er komið út!

FÍB Blaðið er í dreifingu þessa dagana til félagsmanna að auki verður blaðið aðgengilegt hér á heimasíðu FÍB fyrir félagsmenn. FÍB blaðið er fjölbreytt að vanda með vetrardekkjakönnunina 2016/2017 í fararbroddi.

Verðkönnun FÍB á dekkjaþjónustu

Í gær birti ASÍ nýja verðkönnun á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum. Athygli vekur að nokkur fyrirtæki neita að veita ASÍ upplýsingar um verðlagningu þjónustunnar hjá sér. FÍB kannaði þriðjudaginn 18. október verð á umfelgun í tengslum við gæðaúttekt á vetrardekkjum sem birtist í nýju FÍB-blaði sem kemur til lesenda í byrjun næstu viku. Óskað var eftir upplýsingum um kostnað við umfelgun og jafnvægisstillingu á þeirri hjólbarðastærð sem prófuð var í gæðaúttektinni, það er fjórum 16 tommu álfelgum. Könnun FÍB er umfangsminni en ágæt könnun ASÍ en hjá FÍB er að finna upplýsingar um verð hjá nokkrum stórum þjónustuaðilum sem neituðu að svara ASÍ. FÍB telur rétt að senda verðkönnunina úr væntanlegu FÍB-blaði nú þegar til fjölmiðla þar sem þar er að finna verðupplýsingar frá fyrirtækjum sem neituðu að veita ASÍ upplýsingar.

Vetnisbíll GM fyrir 50 árum

Fyrsti vetnisbíll General Motors er orðinn fimmtugur. Hann var sýndur fyrst fullbúinn og gangfær í október 1966 á viðburði sem nefndist Progress of Power. Síðan gleymdist þessi bíll í einhverri skemmu í Detroit þar sem hann uppgötvaðist og hefur hann nú verið lagfærður og mun vera orðinn gangfær á ný.

Fyrirsjáanleg umferðarslys

Banaslysið sem varð á veginum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að Rósaselstorgi sl mánudag hefði tæpast átt sér stað ef þessi fjölfarni vegarspotti hefði verið sómasamlega frágenginn og í stakk búinn til að anna umferð til og frá flugstöðinni, langstærstu fólksflutningamiðstöð Íslands.