Aukning í sölu Porsche í Kína

Þýska Porsche sportbílaverksmiðjan jók sölu sína á heimsmarkaði 2016 og nam söluaukning um 6%. Það sem veldur aðallega þessari aukningu er meiri sala á sportjeppanum Macan og á nýja 718 Boxster og eru helstu markaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.

Á síðasta ári seldust 237,770 bílar en mesta aukningin var í sölu á 718 Boxster en aukningin nam 9% frá fyrra ári. Porsche 912 seldist best eins og áður og nam salan alls rúmlega 32 þúsund bílum.

Söluaukning  nam 5% í Evrópu en þar seldust rúmlega 78 þúsund bílar. Í Kína seldust rúmlega 65 þúsund bílar sem er um 12% aukning frá árinu áður. 54 þúsund bílar seldust í Bandaríkjunum. Kína er ört vaxandi markaður fyrirtækisins og verður sölustöðum þar fjölgað til muna á næstunni.

Oliver Blume, forstjóri Porsche, er að vonum mjög ánægður með þessa þróun sem hann segir sýna um leið sterka ímynd vörumerkisins. Hann þakkar ennfremur kappsfullu sölufólki og öðrustarfsfólki þennan árangur.

Á næstu vikum mun síðan önnur kynslóð af endurhönnuðum Panamera halda innreið sína á fjölda markaða.

Fimm dyra station útgáfa þessa ofurbíls, Panamera Sport Turismo verður síðan frumsýndur í mars á bílasýningunni í Genf.