CO2 útblástur minnkar

Útblástur koldíoxíðs frá nýskráðum bílum fer talsvert hratt lækkandi ef marka má tölulegar upplýsingar frá hinni sænsku skráningarstofu. Það sem af er þessu ári er meðalútblástur nýskráðra bíla í Svíþjóð 4,6% minni en hann var á sama tímabili síðasta árs.

Ástæðan er einkum sú að hlutur tengiltvinnbíla í nýskráningum hefur vaxið verulega milli áranna. Þá er Svíþjóð einnig það Evrópuland sem notar hlutfallslega mest af lífrænu eldsneyti, aðallega etanól, á bifreiðar og það er talið hafa einhver áhrif einnig.

Þetta telja margir Svíar gleðileg tíðindi og mikilvægt skref í átt að því markmiði að kolefnisjafna umferðina í Svíþjóð fyrir árið 2050.