Eigendur bifreiða hugi að því að skipta um dekk

Eigendur bifreiða á nöglum í Reykjavík huga að því að lokinni páskahátíðinni að skipta um dekk. Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október.

Í mars var hlutfall ökutækja á negldum dekkjum á götum Reykjavíkurborgar um 42% en 58% á öðrum dekkjum. Aftur á móti náði hlutfall nagladekkja hápunkti í febrúar eða 46,6% sem var það hæsta í tíu ár.