Ford Fiesta seldist mest í Evrópu í mars

Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn í Evrópu í mars en það er sænska bílablaðið Vi Bilägare sem greinir frá þessu. Það var hins vegar fyrirtækið Jato sem tók þessa tölfræði saman.

Volkswagen Golf hefur verið söluhæsti bíllinn í Evrópu sjö ár í röð en síðast var Ford Fiesta í toppsætinu í mars 2010.

Ford Fiesta jók sölu um 11,8% í mars en á sama tíma drógst salan á Volkswagen Golf um 16,9%. Í mars seldust alls 47.263 Ford Fiesta bifreiðar en á sama tíma seldust 46.795 Volkswagen Golf bílar.

Tíu söluhæstu bílarnir í mars í Evrópu

1. Ford Fiesta, 47.263, + 11,8%

2. Volkswagen Golf, 46.795, -16,9%

3. Volkswagen Polo 40.669, +21.7 %

4. Renault Clio 40.209 + 15,9%

5. Corsa, 38.254, + 4,2%

6. Qashqai, 36.665, + 18,0%

7. Ford Focus, 33.697, + 9,4%

8. Astra, 31.288, + 12,4%

9. Peugeot 208, 28.551, -0,3%

10. Renault Captur, 27.195, + 13,0%