Tafirnar á Miklubraut í beinni á Google Traffic

Útgáfur í upphafi af Google-kortum veittu notendum m.a. upplýsingar  um hversu lengi það myndi taka að ferðast um ákveðna vegi. Voru þessar upplýsingar byggðar á umferðargögnum á þeim tíma. Þetta voru straumhvörf og hafa reynst vegafarendum vel í gegnum tíðina.

Á Google Traffic er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar þar sem vegfarendur geta kynnt sér hvernig umferðinni háttar hverju sinni um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Flestir hafa kynnst því að sum staðar á höfuðborgarsvæðinu gengur umferðin afar hægt um þessar mundir vegna framkvæmda. Á Google Traffic kemur glöggt í ljós hvar umferðin er þyngst þessa dagana í Reykjavík.

Litur yfirborðs birtist ofan á helstu vegi og hraðbrautir. Með grænu sem táknar eðlilegan hraða umferðar, gult táknar hægari umferðarmöguleika, rautt sem gefur til kynna þrengsli og hægfara umferð og dökkrauða (áður rautt og svart) táknar að umferð liggi niðri.

Margar aðrar fróðlegar upplýsingar er hægt að nálgast hér