Milljarður evra í að fjölga rafbílum

Angela Merkel Þýskalandskanslari virðir fyrir sér hleðslutengil fyrir rafbíla.
Angela Merkel Þýskalandskanslari virðir fyrir sér hleðslutengil fyrir rafbíla.

Þýska ríkið ætlar að setja milljarð evra eða 141 milljarð ísl. kr. í  það að fjölga rafbílum í þessu mikla bílaríki. Af þessum 141 milljarði verður kaupendum nýrra rafbíla greidd meðgjöf sem nemur um 563 þús. ísl. kr. upp í kaupverðið. Með sama hætti fá kaupendur tengiltvinnbíla 422 þús. kr. styrk.  Automotive News greina frá þessu.

Af heildarupphæðinni 141 milljarði verður rúmum 42 milljörðum varið til að þétta innviði fyrir rafbílana. Með þessu vill ríkisstjórn Þýskalands fjölga rafbílum í umferð upp í eina milljón bíla fram til ársins 2020. Þeir eru í dag 50 þúsund. Sú ríkulega meðgjöf sem ætlað er að gefa kaupendum rafbílanna miðast við að þeir kosti ekki meir en sem svarar 8,5 milljón ísl. kr. „út úr búð,“ Með dýrari bílum er það verður engin meðgjöf greidd sem þýðir það að Tesla bílarnir eru útilokaðir frá þessu, allir með tölu. Þetta verðhámark gæti líka gilt um þýska bíla eins og t.d. BMW i8 eins og hann er verðlagður nú.

Þetta átak þýsku ríkisstjórnarinnar hefst nú í maímánuði.