Ökumenn í Mexíkóborg sitja fastir í umferðinni tæpan klukkutíma á dag

Það er fátt eins hvimleitt en að vera fastur í umferðinni en í þessum aðstæðum lenda ökumenn á höfuðborgarsvæðnu stundum í á leið sinni í vinnu á morgnana og síðan aftur heim að loknum vinnudegi. Á vissum álagtímum er umfeðin einnig ansi þung eins og flestir þekkja.

Ef við lítum aðeins út fyrir landssteinana sitja ökumenn í Osló fastir í umferðinni í um 37 mínútur á  dag en Stokkhólmur, sem áður trónaði í efsta sætinu á meðal norrænu þjóðanna, kemur þar á eftir en ökumenn þar í borg sitja fastir í umferðinni að jafnaði í 33 mínútur á dag.  Þetta kemur fram í könnun sem unnin var í Svíþjóð. 

Almennt séð hefur þetta ástand batnað í stærri borgum í Svíþjóð en ökumenn í Gautaborg sitja þó fastir í umferðinni í 28 mínútur að jafnaði á dag sem er aðeins upp á við frá fyrra ári.

Pólska borgin Lodz stendur verst í þessum efnum hvað evrópskar borgir áhrærir en þar sitja ökumenn fastir í umferðinni í 40 mínútur á dag. Hvað heiminn varðar sker umferðin í Mexíkóborg sig alveg úr en þar mega ökumenn dúsa fastir í umferðinni að jafnaði 59 mínútur á dag.