Rannsókn leiðir í ljós svindlbúnað í bílum frá PSA Peugeot Citroën

Grunur manna að ekki hafi allt verið með feldu í dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën í Frakklandi er líklega á rökum reistur.

Í franska blaðinu Le Monde kemur fram að  rannsókn þar að lútandi hefur staðið yfir um nokkurt skeið er smám saman að taka á sig mynd sem sýnir að þessi fyrirtæki settu á markað yfir tvær milljónir bíla með svindlbúnaði.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa brugðist ókvæða við þessum niðurstöðum en hlutabréf PSA Peugeot Citroën lækkuðu engu að síður nokkuð þegar þessar fréttir bárust út.

Þetta mál svipar til málsins sem upp komst hjá Volkswagen fyrir tveimur árum síðan. Þar sýna bílar lága NOx mengun en aftur á móti margfalda mengun í daglegum rekstri.

Rannsókn stendur yfir hjá fleiri bílaframleiðendum og kæmi ekki á óvart að umræddur svindlbúnaður komi fram hjá fleiri bílaframleiðendum á næstunni.