Sala á nýjum bifreiðum drógst saman í Evrópu í apríl

Sölutölur á nýjum bifreiðum í Evrópu í apríl sýna 7% minni sölu samanborið við tölur á sama tíma fyrir ári síðan. Yfir tólf hundruð þúsund bífreiðar seldust í Evrópu í apríl og vilja bílaframleiiðendur meðal annars rekja þessa minnkun til óvenju margra frídaga í apríl.

Sala á bífreiðum frá Volkswagen, sem hefur verið mest seldi bíllinn í Evrópu undanfarin ár, minnkaði um 14% í apríl en aðrir tegundir minna.

Toyota og Kia skera sig úr í þessum efnum. Kia jók söluna um 8% og Toyota um 5,4% á sama tíma. Bílaframleiðendur vona að dæmið snúist til betri vegar á næstum vikum.