Tímamót í sölu á Mitsubishi Outlander PHEV

Bílaumboðið Hekla  afhenti um síðustu helgi  sexhundraðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met og aukist um mörg hundruð prósent milli ára.

Vistvænir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV sýna. Samkvæmt opinbörum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla á Íslandi og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. 

Á myndinni eru þeir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU að afhenta  þeim Sólveigu Sif Halldórsdóttur og Arnari Pálssyni 600. bílinn.