Fréttir

Samdráttur í bílasölu á Norðurlöndunum

Það er ekki bara samdráttur í bílasölu á Íslandi um þessar mundir. Þegar rýnt er í sölu nýrra bíla í Svíþjóð, Danmörku og Noregi hefur bílasala dregist mikið saman á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Ný veður- og upplýsingaskilti

Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. Á skiltunum eru allajafna birtar upplýsingar um veður, þ.e. vindátt, vindhraða og hitastig. Einnig kemur fram frá hvaða veðurstöð upplýsingarnar eru fengnar. Ef vindhraði fer yfir 15m/sek birtast einnig upplýsingar um það.

Jarðgöng vöktuð allan sólarhringinn

Vegagerðin rekur tvær vaktstöðvar og umferðarþjónustuna 1777. Eitt af hlutverkum vaktstöðvanna er að fylgjast með jarðgöngum landsins en 1777 veitir upplýsingar til vegfarenda til dæmis þegar eitthvað kemur uppá í jarðgöngum.

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vonskuveður hefur gengið yfir landið með snjókomu og hvassviðri nú um helgina. Veðrið hefur haft mikil áhrif á færðina og vegir eru víða lokaðir eða þungfærir. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér vel færðina á umferdin.is , upplýsingavef Vegagerðarinnar, ef ferðalög standa fyrir dyrum.

Bílasala hefur dregist saman um 60%

Nú liggja sölutölur fyrir á nýskráningum fólksbíla fyrstu þrjá mánuði ársins hjá Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn í ár nemur rúmum 60% í samanburði við tölur yfir sama tímabil á síðasta ári. Nú voru skráðir 1.386 nýir fólksbílar frá áramótum og út mars, en 3.500 nýir fólksbílar seldust fyrstu þrjá mánuði ársins 2023.

Græðgisvæðing bílastæða

Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafa að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað gjaldtökusvæði, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af græðgi. Nefna má bílastæðið á Barónsstíg 4, þar sem klukkutíminn kostar 1.000 kr og innheimt er allan sólarhringinn.

Góður gangur í síðasta kafla í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Unnið er víða á kaflanum frá Krýsuvíkurvegi og að Hvassahrauni á milli þeirra kafla sem þegar hafa verið tvöfaldaðir. Þetta er síðasti kaflinn í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Verktakinn ÍAV hf. vinnur nú að vegagerð á þremur stöðum auk brúarsmíði í Hraunavík. Kraftur er í framkvæmdum og líklegt að verkið klárist fyrr en ætlað var.

MG3 frumsýndur í Genf

Bílaframleiðandinn MG Motor sýndi úrval nýrra og spennandi fólksbíla á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf á dögunum. Meðal þeirra er ný útgáfa af hinum vinsæla MG3 sem MG kynnir nú til leiks í Hybrid-útgáfu, en þeim þarf ekki að stinga í samband.

Ekki opið um Grindavíkurveg yfir nýja hraunið ennþá

Það hefur ekki verið opnað fyrir umferð um Grindavíkurveg þar sem unnið er að gerð vegar yfir nýtt hraun öðru sinni. Unnið er að því að setja upp stikur og laga fláa til að bæta öryggi vegarins.

Samdráttur í bílasölu 53,8%

Þegar rétt þrír mánuðir er liðnir af þessu ári heldur samdrátturinn áfram í nýskráningum fólksbifreiða. Bílasalan er nú 53,8% minni en hún var á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru nú alls 1.270 bifreiðar á móti 2.750 í fyrra.