Til baka
Íslands vegaatlas
Íslands vegaatlas

Íslands vegaatlas

Varan er uppseld
Vörunr. Íslands vegaatlas
Verðmeð VSK
FÍB verð 4.379 kr.Fullt verð 4.865 kr.

Vegaatlasinn er í mælikvarðanum 1:200 000 og byggður á kortagrunni 1:250 000 en útlitið á Færdselskort Danmark frá dönsku kortastofnuninni KMS. Auk venjulegra korta sem eru á 50 blaðsíðum eru ýmis þemakort í atlasinum, s.s. um gististaði, tjaldsvæði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Einnig er ítarleg nafnaskrá með yfir 15.500 örnefnum í bókinni. 
Sérstaða bókarinnar felst í nokkrum þáttum. Þar ber fyrst að nefna skemmtilegt form sem er á bókinni, en samanbrotin er hún aðeins 16 x 31 cm og því handhæg í bílinn. Þegar Vegaatlasinn hefur verið opnaður koma kostir þessa brots í ljós því þá er hægt að skoða opnu sem er um 60 cm breið og gefur því mjög góða yfirsýn yfir stórt landsvæði. Einnig er hægt að skoða eina blaðsíðu eða þá brjóta bókina saman í upphaflega formið og er notandinn þá kominn með 16 cm kortasíðu. Þetta form hefur notið mikilla vinsælda í Danmörku um árabil enda gerir þetta alla notkun bókarinnar auðvelda og skemmtilega.

Annar stór kostur við bókina er hversu skýr og læsileg kortin eru en við það að stækka kortin úr 1:250 000 í 1:200 000 hafa kortin orðið læsilegri og því ætti að vera auðvelt fyrir ferðamenn að átta sig á staðháttum. Einnig má nefna uppröðun kortanna í bókinni , en við ákvörðun á henni hafi verið reynt að taka mið af ferðavenjum Íslendinga.

 

Mælikvarði: 1:200 000 

Útgefandi: IDNÚ
Útgáfuár: 2021
Bókarstærð: 31 x 16 cm (82 bls).
Tungumál: íslenska, enska, þýska og franska

Varan fæst hjá FÍB að Skúlagötu 19.

Póstsendum um land allt.

Tengdar vörur