Kostir

Margs konar ávinningur fylgir því að eiga og reka rafbíl. Á þá flesta leggjast enn sem komið er hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur og raforkan er mjög ódýr í samanburði við jarðefnaeldsneyti.

Almennur velvilji

Fólk er almennt sammála um að flýta fjölgun á rafbílum og beita til þess efnahagslegum hvötum eins og að draga úr eða fella niður aðflutningsgjöld og skatta af þeim, efla innviði fyrir þá, m.a. með því að fjölga hleðslustöðvum í dreifbýli og þéttbýli og hækka skilagjöld fyrir gamla og eyðslufreka bíla. Það sem helst hefur staðið í vegi fyrir fjölgun rafbílanna er drægi þeirra á hverri rafhleðslu, langur endurhleðslutími og strjálir hleðslustaðir. Allt stendur þetta þó til bóta, rafgeyma- og hleðslutækninni fleygir hratt fram..

Helstu kostir rafbíla:

  • Engin aðflutningsgjöld
  • Enginn vsk við kaup
  • Lægri bifreiðagjöld
  • Lægri rekstrarkostnaður
  • Ókeypis opinber bílastæði