Hola app

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) býður upp á snjallsímaforrit (app) sem veitir vegfarendum tækifæri með einföldum hætti til að koma upplýsingum um holur í götum og vegum til veghaldara. Tilgangur FÍB með holuappinu er að auka öryggi vegfarenda í umferðinni og draga um leið úr tjónakostnaði bíleigenda og samfélagsins í heild.

Hér er hægt að nálgast Holu appið í Play store
Holu appið væntanlegt fyrir Iphone, fáðu póst þegar Iphone útgáfan verður tilbúin, smelltu hér 
Ath. Leitarorðið fyrir appið er "hola fib".  

Holuappið lifnar með byrjunarskjá sem opnast í myndvél. Með smelli á myndavélatakkann er notandi færður á skjámynd þar sem hann merkir staðsetningu holunnar á korti. FÍB tekur á móti myndunum og áframsendir á viðeigandi veghaldara.

sd

Tjón vegna holuaksturs ökutækja hafa margfaldast síðustu misserin. Bíleigendur hafa í sumum tilvikum orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni og slysum. Erfiðlega hefur gengið hjá bíleigendum að fá bætur frá veghöldurum (Vegagerðinnni og sveitarfélögum) þar sem sýna þarf fram á að vitneskja hafi verið til staðar um holuna hjá veghaldara. Holuappinu er ætlað að auka öryggi og réttarstöðu ökumanna og annarra vegfarenda.