Plöntukort
Plöntukort
Plöntukortið lýsir öllum helstu íslenskum plöntum á skýran og aðgengilegan hátt. Sýndar eru 78 blómplöntur ásamt útbreiðslukortum og upplýsingum um blómgunartíma þeirra, stærðir og kjörlendi. Auk þess eru sýndar myndir af helstu gróplöntum, grösum, þörungum, skófum og sveppum. Plöntukort Íslands er nauðsynlegt öllum þeim sem unna íslenskri náttúru og vilja fræðast um plöntur landsins á ferðalögum sínum.
Varan fæst hjá FÍB að Skúlagötu 19.
Póstsendum um land allt.