Fréttir

Stjórnvöld hafa verið dugleg að leggja á og hækka skatta á bifreiðaeigendur

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að verið sé að þyrla ryki í augu almennings með því að tala um að veggjöld því að í raun sé um að ræða aukna skattlagningu á tiltekinn hóp bifreiðanotenda.

Byggja þarf nýja brú yfir Steinavötn

Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga.

Milljarðakostnaður hlýst af umferðarslysum á stofnæðum út frá Reykjavík

Kostnaður samfélagsins sem hlýst af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá Reykjavík nemur mörgum milljónum króna. Hann nam tæpum 16 milljörðum á árunum 2012-2016. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss nam áætlaður kostnaður vegna slysa á sama tímabili rúmlega sex milljörðum. Samgöngubætur á suðuvesturhorninu verða meðal til umræðu á Umferðaþingi sem fram fer á Selfossi í dag.

Stjórnvöld í Dúbaí hvetja landsmenn til kaupa á rafmagnsbílum

Dúbaí, sem er í hópi stærstu olíuríkja heims, hefur uppi stór áform í málefnum sem snúa að rafbílum á næstu árum. Stjórnvöld gera sér fulla grein fyrir þróuninni í þessum efnum og eru með hvatningu til landsmanna um að íhuga kaup á rafmagnsbílum.

Glitur fær vottun frá Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja hefur gert samning við Glitur bílamálun og réttingar á Suðurlandsbraut. Glitur hefur nú fengið vottun sem viðurkennt málningar- og réttingarverkstæði fyrir Mercedes-Benz bíla.

150 milljón bíla hafa verið framleiddir hjá Nissan

Þáttaskil urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan á dögunum en þá höfðu 150 milljónir bíla verið framleiddir hjá fyrirtækinu frá stofnum þess fyrir 84 árum síðan.

Rafbílar og endurnýting rafhlaðna

Rafknúnum bílum fjölgar á götunum um allan heim en því getur fylgt stór umhverfisvandi sem lítur að því hvað geri eigi við litíumjónahlöðurnar þegar hlutverki þeirra er lokið. Litíumrafhlöður í milljónatali eru notaðar í snjallsímum og allt til rafrænna tannbursta og krefjast gífurlegs hráefnis og auðlinda.

Max Mosley verðlaunaður fyrir framúrskarandi starf

Max Mosley, sem hefur gengt formennsku í Global NCAP við frábæran orðstír um árabil, hefur látið af störfum. Global NCAP er skammstöfun fyrir Árekstrar- og öryggisprófun nýrra ökutækja.

Uber að hverfa af götum Lundúnaborgar

Leigubílaþjónustan Uber fær ekki endurnýjun fyrir áframhaldandi starfsleyfi í Lundúnaborg. Borgaryfirvöld hafa komist að þessari niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og telja að þjónusta Uber hafi ekki komið vel út þegar hagsmunir borgarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Ástæða innköllunar er að ef árekstur uppfyllir skilyrði til að öryggispúði eigi að blása út, geta málmflísar úr púðahylki losnað og valdið meiðslum á farþegum.