Upplýsingar um rafbíla og hleðslulausnir

hledsla-ev

Hér er hægt að sækja fræðslu og kynningu um rafhleðslu og rafknúin öktæki. Farið er yfir helstu atriði varðandi rafbíla, eignarhald, akstursmynstur,
mismunandi gerðir rafhleðslu og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar hleðslustöð er sett upp.

Fyrri fræðslan er ætluð þeim sem vilja vita meira um rafknúna fólksbíla samanborið við bíla sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti.

Kynning - hleðsla og rafknúin ökutæki

Seinni fræðslan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla, til dæmis fasteignaeigendum

Kynning - hleðslustöðvar fyrir fasteignaeigendur

Það tekur um það bil 15 mínútur að ljúka hvorri kynningu fyrir sig.