Fréttir

Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þeir ánægðustu á Íslandi

Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru hjá Íslensku Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.

182 hleðslustæði tekin í notkun hjá ON í febrúar

Stæðin sem staðsett eru á 32 stöðum í Reykjavík og 4 stöðum í Garðabæ eru fyrir tvo til sex rafbíla í hleðslu. Hleðslunum verður komið fyrir í samstarfi við sveitarfélögin tvö við almenn bílastæði í þeirra eigu; við skóla, verslanir, sundlaugar og menningarstofnanir að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stærsta dísilvélaverksmiðjan fer yfir í rafmótorinn

Hröð þróun er að eiga sér stað á bílamarkaði en æ fleiri bílaframleiðendur horfa nú til aukinnar framleiðslu á rafmagns- og tengiltvinnbílum í nánustu framtíð. Ekki verði horft framhjá þeirri staðreynd að rafmagnsbílum vex fiskur um hrygg víða um heim. Nýskráningar í Evrópu á síðustu mánuðum sýna aukna sölu bílanna og sumar staðar hafa þeir náð yfirhöndinni.

Jafnræði og samkeppni skal gætt

FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hvetur fjármálaráðherra til að beita sér fyrir lagfæringu á reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna til að tryggja jafnræðis- og samkeppnissjónarmið. Meðal aðgerða stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu við bílaviðgerðir.

Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hófu í vikunni öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar með það að markmiði að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka af því fram kemur í fréttatilkynningu.

Skýrsla um uppbyggingu Sundabrautar liggur brátt fyrir

Ný skýrsla starfshóps um uppbyggingu Sundabrautar mun að öllum líkindum koma út í vikunni. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á mbl.is. Þar segir ráðherra að skýrslan marki tímamót í undirbúningi brautarinnar.

Tengiltvinnbílar 29,4% nýskráninga

Tengiltvinnbílar eru 29,4% nýskráninga þegar sölutölur eru skoðaðar fyrstu þrjár vikur þessa árs. Alls eru nýskráningar 435 sem er um 8,8% samdráttur miðað við sama sölutímabil á síðasta ári. Bílar til almennra notkunar eru 94,4% og rúm 5% til bíaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Umferðin 2% minni en í sömu viku fyrir ári síðan

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis tveimur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Þannig dregur verulega úr samdrætti milli ára og virðist því sem umsvifin í þjóðfélaginu séu að verða svipuð og áður þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir og fáa ferðamenn. Sé tekið mið af því hversu mikið er ekið af því kemur fram í tölum frá Vegagerðinni

Nýr EQA rafbíll frumsýndur á heimsvísu

Nýr Mercedes-Benz EQA rafbíll sem beðið hefur verið eftir var heimsfrumsýndur fyrir helgina en bíllinn var frumsýndur á öllum mörkuðum í gegnum stafræna miðla. Mercedes-Benz sýndi hugmyndaútgáfu bílsins í Frankfurt árið 2017 og mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu bílsins enda er hann í stærðarflokki sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim.

Óvissu eytt um framtíð bílaverksmiðju Nissan í Sunderland

Nú hefur það verið staðfest að bílaverksmiðja japanska bílaframleiðandans Nissan verður áfram starfrækt í Sunderland. Óvissa ríkti um framtíð verksmiðjunnar vegna úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu en gera þurfti ákveðnar breytingar sem gripið hefur til svo starfsemi gæti haldið áfram í Englandi. Starfsmenn Nissan í Sunderland eru um sjö þúsund.