Afar ósáttur við hugmyndir um veggjöld

Hinn landsþekkti tónlistarmaður og ljóðskáld, Bubbi Morthens, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar, kynnti á dögunum sem snúa m.a. að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn og út úr höfuðborginni.

Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, muni þau borgi árlega 72 þúsund krónur. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í umfjöllun um hugmyndir um veggjöld á visir.is í dag.

 Bubbi segir þau hjónin keyra 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um.