Fréttir

Banaslys vegna mikillar aukningar þungaflutninga

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, sem var gestur Spursmála á Morgunblaðinu, vill ekki meina að ástand vega hafi orðið þess vald­andi að bana­slys­um fjölgaði mjög í um­ferðinni í upp­hafi þessa árs. Sjö ein­stak­ling­ar hafa nú lát­ist það sem af er ári, ein­um færri en á öllu síðastliðnu ári.

Kílómetragjald lagt á með of skömmum fyrirvara

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að innleiðing kílómetragjalds á rafbíla um áramótin með svo skömmum fyrirvara hefur haft töluverðan kostnað og óþægindi í för með sér hjá fyrirtækjum sem hafa stóra bílaflota. Skrá þurfi inn kílómetrafjöldann handvirkt sem sé afar tímafrekt. En lög um gjaldtökuna tóku gildi skömmu fyrir áramót.

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum

Meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum verður tekið í notkun á fimmtudaginn kemur, þann 22. Febrúar. Sjálfvirkt hraðaeftirlit er ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Umferðaljósin enn án skynjara

Ekki hefur enn náðst að koma skynjurum á mótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar í gagnið. Samgöngustjóri vonast til þess að úr rætist á næstu dögum. Fram kemur á ruv.is í umfjöllun um málið að starfsfólk Reykjavíkurborgar náði ekki að koma fyrir skynjurunum vegna umferðarljósa á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar um helgina eins og til stóð. Yfirborð vegarins var of blautt til að hægt væri að saga í veginn koma skynjara fyrir og loka aftur.Þetta var síðasti skynjarinn sem átti eftir að koma í virkni á Sæbraut.

40% ökutækja á nöglum í Reykjavík

Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum og 59,7% var á öðrum dekkjum. Hlutfallið var talið og reiknað miðvikudaginn 24. janúar að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Samdráttur í nýskráningum 42,4%

Fjöldi nýskráninga fólksbifreiða fyrstu sex vikur ársins eru alls 549 bifreiðar. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 953 og er því um ræða 42,4% samdrátt í bílasölunni á milli ára. Það sem af er árinu eru nýskráningar til almennra notkunar alls 444 bifreiðar, sem er um 80,9% hlutfall. Til bílaleiga eru nýskráningar alls 98 bifreiðar sem er tæplega 18% hlutfall. Þetta kemur fram í tölum frá Bilgreinasambandinu.

Sportjepplingurinn #3 væntanlegur á markað í vor

Sportjepplingurinn #3 væntanlegur á markað í vor.Sportlegar sveigjur og kraftmikill framhluti bílsins veita honum tímalaust og fágað yfirbragð. Sportlegt útlit bílsins er einnig endurspeglað í miklum afköstum.

Nýr Peugeot E-208 frumsýndur hjá Brimborg

Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 15.– 24. febrúar. Peugeot E-208 er ein táknmynda stefnu Peugeot í rafbílum og nú er hann kominn á markað í nýrri mynd. Búið er að fríska upp á hönnunina með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni sem er allt að 409 km skv. WLTP mælingu.

Sleifarlag og ábyrgðarleysi Reykjavíkurborgar vegna umferðartafa á Sæbraut

Höfuðborgarbúar hafa mátt þola óeðlilega miklar tafir í umferðinni síðustu vikur og mánuði. Frétt um þetta er á vef Ríkisútvarpsins í dag. Í fréttinni er haft eftir Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar að hennar fólk sé meðvitað um vandann. Skynjarar á ljósum við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar eru óvirkir og það ástand hefur varað í töluverðan tíma. Grænu ljósin loga of stutt þannig að ekki næst að bregðast við umferðarmagni á hverjum tíma. Síðan er haft beint eftir Guðbjörgu. „Það er of stutt grænt ljós þarna. Það er bara þannig og við þurfum að koma því í lag.“

Hraunið flæðir yfir Grindavíkurveg

Hraunið úr eld­gos­inu sem hófst í morg­un er byrjað að flæða yfir Grinda­vík­ur­veg við afleggjarann að Bláa lóninu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála vegna eldgossins sem hófst um klukkan sex í morgun.