Banaslys vegna mikillar aukningar þungaflutninga

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, sem var gestur Spursmála á Morgunblaðinu, vill ekki meina að ástand vega hafi orðið þess vald­andi að bana­slys­um fjölgaði mjög í um­ferðinni í upp­hafi þessa árs. Sjö ein­stak­ling­ar hafa nú lát­ist það sem af er ári, ein­um færri en á öllu síðastliðnu ári.

Aðspurð hvort fjölgun banaslysa sé að einhverju leyti á ábyrgð þess að við höf­um ekki byggt upp kerfið nægi­lega vel segir Bergþóra að þetta sé of einföld spurning fyrir of flókið viðfangsefni.

Bergþóra var ennfremur innt eftir því hvort rekja mætti banaslysin til þess að veg­ir hafa ekki verið í nógu góðu standi?

,,Ég held að það sé ofsagt. Það sem við sjá­um, ekki það að ég er ekki með all­ar upp­lýs­ing­ar um þessi slys, þau eru ekki búin að fara sinn fer­il. En það sem við sjá­um er að það er mikið um að það er þyngra öku­tæki sem er að fara fram­an á eða aft­an á létt­ara öku­tæki. Það teng­ist klár­lega, eða myndi ég halda, að teng­ist veru­lega mik­illi aukn­ingu á um­ferð þungra öku­tækja. Við erum að sjá það í öll­um mæl­ing­um. Það er einn part­ur­inn af þessu. En síðan er það annað sem kannski sem maður sér að þetta eru bíl­ar sem eru að fara fram­an á hvorn ann­an. Og í ein­hverj­um til­vik­um eru slík slys, ef það væri útaf akst­ur vinstra meg­in, þú ferð yfir á ranga ak­rein og út af en núna er svo mik­il um­ferð að um­ferðar­aukn­ing­in er gríðarleg og aukn­ing­in er yfir kerfið í heild 60-100% og á sum­um stöðum jafn­vel nokk­ur hundruð pró­sent eins og er fyr­ir aust­an Vík,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir í Spursmálum.