Aston Martin aftur breskur?

Aston Martin er í margra hugum eitt breskasta farartæki sem hugsast getur, ásamt Land Rover auðvitað. En Aston Martin hefur undanfarin fimm ár verið í meirihlutaeigu fyrirtækis í Kúvæt sem heitir Dar Car og Ford þar áður. Þá er Land Rover heldur ekki breskari en svo að vera alfarið í eigu indversku Tata fjölskyldunnar.

En Kúvætarnir sem eiga 64 prósent í Aston Martin hafa um nokkurt skeið viljað selja 40 prósent hlut í fyrirtækinu og 50 prósent atkvæðisrétt í stjórn þess að því er Bloomberg fréttastofan greinir frá.  Bloomberg segir að líklegur kaupandi sé breska félagið  Investindustrial, sem boðið hafi 250 milljón pund í hlutabréfin. Investindustrial vilji endurnýja framleiðsluna umtalsvert með nýjum gerðum og semja við Mercedes AMG um framleiðslu á vélum, gírkössum og öðrum tæknibúnaði fyrir Aston Martin bíla framtíðarinnar. Núverandi vélar í Aston Martin eru frá Ford.