Bílastæðisgjöld tekin upp á fugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum

Isavia innanlandsflugvellir byrja að rukka bílastæðagjöld á Egilsstöðum og Akureyri um næstu mánaðamót en ekki í Reykjavík. Fram kemur að hafinn sé undirbúningur við uppsetningu myndavélakerfis sem nýtt verður við innheimtu gjaldanna. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki með núna standi en áform sé um slíkt þó síðar verði að því er fram kemur á ruv.is.

Fyrsta korterið verður frítt og síðan verða þetta 350 krónur á klukkutíma og dagurinn fer í 1750 krónur fyrstu 7 dagana. Síðan lækkar þetta.

Það vekur athygli að einungis sé stefnt að því að innheimta bílastæðagjöldin á þessum tveimur flugvöllum, á Akureyri og Egilsstöðum. Sigrún Björk, framkvæmdastjóri hjá Isavia innanlandsflugvellir, segir að þó að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki með núna standi til að rukka þar líka síðar meir.

„Við höfum verið að bíða eftir, eða skoða, frekari uppbyggingu og breytingar á Reykjavíkurflugvelli - og erum í rauninni bara að bíða eftir þeim niðurstöðum. En það eru svo sannarlega áform okkar að taka þetta upp á Reykjavíkurflugvelli líka.“