Bílasýningin í Bejing

Toyota sem leitt hefur þróun tvíorkubíla í heiminun frá upphafi sýnir þrjá nýja slíka bíla á bílasýningunni í Bejing í Kína. Allir eru þessir bílar á hugmyndarstigi. Þessi frumsýning Toyota þykir vera glöggt merki þess að hvorki Toyota, bílaframleiðendur almennt, né hinn risastóri og vaxandi kínverski bílamarkaður ætli að láta sér duga að endurnýta gamla og mis-úrelta bíltækni á þessu markaðssvæði heldur veðja á það nýjasta og sparneytnasta sem bílaiðnaðurinn getur boðið upp á hverju sinni.

http://www.fib.is/myndir/Toyota_Dear_Qin_sedan.jpg
Toyota Dear Qin stallbakur.
http://www.fib.is/myndir/Toyota_Dear_Qin_concept.jpg
Toyota Dear Qin hlaðbakur. Báðir eru
hugmynd að heimsbíl. Bíllinn á efstu
myndinni er hins vegar„kínverskari.“
Hann er hannaður í Kína og hugsaður
fyrir kínverska markaðinn og heitir
Yundong Shuanqqing.

Bílasýningin í Bejing sem nú stendur yfir nefnist Auto-China 2012. Á henni gefur að líta fjölda nýjunga og þessar þrjá fyrrnefndu nýjungar frá Toyota þykja meðal þeirra eftirtektarverðari. Ein þeirra er hugmyndarbíllinn Toyota Dear Qin sem er svonefndur heimsbíll. Það þýðir að ef af fjöldaframleiðslu hans verður, verður hann ekki markaðssettur í Kína einu, heldur hvar sem er annarsstaðar, þar á meðal í Evrópu. Á hinn bóginn er hugmyndarbíllinn Yundong Shuangqing fyrst og fremst Kínabíll. Hann er hannaður í þróunarmiðstöð Toyota í Kína og sjálft nafnið er einskonar kínverskur orðaleikur sem þýðir tvöfaldur kraftur, sem í sjálfu sér getur talist vera ágætt nafn á tvíorkubíl.