Bílaumferð dróst saman um tæplega þriðjung

Bílaumferð á götum borgarinnar verið með lægsta móti í gærmorgun , 24. október, líklega að stærstum hluta til í tengslum við verkfall kvenna og kvár sem mættu í miðborgina eftir hádegið. Magn bílaumferðar milli kl. 7 og 9 í gærmorgun var um 28% minna á 66 teljurum innan Reykjavíkur í samanburði við sama tímabil síðasta þriðjudag.

Almennt virtist meiri samdráttur bílaumferðar í íbúðagötum en á stofnbrautum, þó Suðurlandsbraut sé ákveðin undantekning á því.

Ekki er þó hægt að draga þá ályktun að konur og kvár standi fyrir 28% bílaumferðarinnar. Mörg hafa keyrt til vinnu í morgun og sinnt öðrum erindum. Þó er lærdómsríkt að sjá hvernig bílaumferðin hagar sér við breytingu eins og þessa í gærmorgun.

Draga má þá ályktun að mælanlegur samdráttur í bílaumferð á háannatíma hafi mjög mikil áhrif á bæði tafartíma og upplifun fólks af fjölda akandi.