Bitaboxið kemur – aftur?

Bitaboxið kemur – aftur?
Bitaboxið kemur – aftur?

Nú stendur árleg Tokyo-bílasýning fyrir dyrum þar sem japanski bílaiðnaðurinn flaggar sínu nýjasta sem og framtíðarsýn sinni. Að venju má reikna með ýmsu frumlegu eins og t.d. nýju „bitaboxi“ frá Suzuki sem nefnt er Air Triser.

Sukka2

Það kann svosem vel að vera að þessi Triser sé upphaflega einhvers konar sameiginleg hugmynd frá því áður en slitnaði upp úr trúlofun Suzuki og Volkswagen síðsumars. Það örlar nefnilega fyrir smá „rúgbrauðskeimi.“ Bíllinn ber nefnilega svolítinn svip af hugmyndabílnum VW Bulli frá 2011. Sá hugmyndarbíll hefur síðan verið lagður endanlega til hinstu hvílu.

En þessi Suzuki Air Triser virðist ekki vera neitt slæm hugmynd og hafa til að bera bæði húmor og nýtileika. Hvort hún síðan verði að veruleika að hluta eða öllu leyti er hins vegar alls óvíst.