BL innkallar Renault bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017.

Ástæða innköllunar er að í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að bæta þarf festingu hljóðeinangrunar í mælaborði yfir pedulum bifreiðar. Þetta er gert til að minnka líkur á að hljóðeinangrun geti losnað frá. Eigendum viðkomandi bifreiða verður sent innköllunarbréf. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ehf. ef þeir eru í vafa.