-Bragð er að þá ....

„Vegakerfið liggur undir stórskemmdum, það er að grotna niður og verulegt tjón að verða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG m.a. á alþingi í gær. Hann hvatti til þess að veitt yrði verulega auknu fé í viðhald vegakerfisin strax ef ekki ætti illa að fara. Vegakerfi landsins lægi undir stórskemmdum og fyrirhugaðar framkvæmdir fælust aðallega í bráðabirgðareddingum. Bregðast verði strax við með því að setja verulega aukna fjármuni í vegaframkvæmdir strax á þessu ári ef ekki eigi illa að fara.

Það er fagnaðarefni að þingmenn séu að átta sig á alvarleika málsins og taki undir með FÍB um að skjótra og markvissra aðgerða sé þörf. Þjóðvegirnir eru æðakerfi samfélagsins og eins og nafnið sjálft segir – eign þjóðarinnar. Greiðar og öruggar samgöngur eru sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna hvar sem þeir búa. FÍB hefur hvatt til samstöðu um að koma vegakerfinu í lag á ný, viðhalda því vel og endurbæta og byggja það upp jafnt og þétt. Sjá nánar í þessari frétt FÍB.