Breytingar á virðisaukaskatti tekur að öllu óbreyttu breytingum um áramótin

Niðurfelling ívilnunar sem tengibílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts tekur að öllu óbreyttu breytingum um áramótin. Ívilnunin í dag er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsundum króna.

Ef breytingin fer í gegn, sem flest bendir til, fer ívilnunin úr 960 þúsund krónum niður í 480 þúund um áramótin. Upprunalega átti að taka fyrsta skrefið í niðurfellingu ívilnunarinnar um síðustu áramót. Um komandi áramót átti ívilnunin að lækka enn frekar og falla svo alveg niður 1. janúar 2023.

Viðræður við stjórnvöld hafa staðið yfir um að fresta fyrirhugaðari niðurfellingu og enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum.. Þess má geta að rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengiltvinnbíla í fyrra.

Drægni tengiltvinnbíla hafa aukist hratt á síðustu árum og hafa margir keypt fyrst tengiltvinnbíl á leið sinni yfir í hreinan rafbíl.

Skattaívilnanir af kaupum á hreinum rafbílum renna líklega út um mitt næsta ár þegar kvóta stjórnvalda verður náð. Til að flýta fyrir orkuskiptum hafa kaupendur hreinna rafbíla fengið ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Núgildandi lög gera ráð fyrir að ívilnunin gildi út árið 2023 eða þar til 15 þúsund slíkir bílar hafa verið fluttir inn.

Niðurfelling virð­is­auka­skatts á raf­magns­bílum árið 2020 námu alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 bílum í þessum flokki.