BYD SEAL U og BYD TANG fengu 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

BYD SEAL U og nýr 7 sæta BYD TANG borgarjeppi hlutu fimm stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP og það áður en bílarnir komu á markað í Evrópu. Skilgreining Euro NCAP fyrir fimm stjörnum er að ökutæki standist með afburðum kröfur um vernd farþega í árekstrum og séu einnig vel búin tækni sem á viðamikinn og öruggan hátt dregur úr líkum á árekstri.

Niðurstöður SEAL U voru afbragðsgóðar, þar á meðal 90% einkunn fyrir öryggi fullorðinna og 86% fyrir öryggi barna TANG fékk hæstu einkunn fyrir öryggi barna í árekstrarprófunum í árekstrum að framan og hliðarárekstrum. SEAL U og TANG fengu báðir hæstu einkunn fyrir festingar á barnabílstólum.

Nýlega hafa fjórar gerðir BYD verið prófaðar samkvæmt Euro NCAP prófuninni og allar hafa þær hlotið fimm stjörnur í þessum prófunum fyrir öryggi. Þessar gerðir eru SEAL U (D-stærðarflokkur borgarjeppa),TANG (E-stærðarflokkur borgarjeppa), DOLPHIN (C-stærðarflokkur fólksbíla) og SEAL (D stærðarflokkur fólksbíla).

BYD er eini bílaframleiðandi í heimi með þrjár gerðir bíla í efstu tíu sætum í flokknum „Öruggustu fjölskyldubílarnir“ í NCAP 2023. Þar að auki hefur Blade rafhlaða BYD fengið viðurkenningu bílgreinarinnar á alþjóðavettvangi fyrir áherslu fyrirtækisins á öryggismál sem byggð er á niðurstöðum úr „naglaprófi“ sem gerð eru á rafhlöðunni.