Eigendaskipti á Dekkjahöllinni

Eign­ar­halds­fé­lagið Vekra, sem meðal ann­ars rek­ur bílaum­boðið Öskju, hef­ur gert samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í fyr­ir­tæk­inu Dekkja­höll­inni. Eru kaup­in þó háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Dekkja­höll­in hef­ur verið rek­in í rúma fjóra ára­tugi og er með höfuðstöðvar á Ak­ur­eyri. Fé­lagið flyt­ur inn hjól­b­arða frá vörumerkj­um eins og Yo­kohama, Fal­ken, Son­ar og Triangle. Rek­ur fyr­ir­tækið starfs­stöðvar á Ak­ur­eyri, Reykja­vík og Eg­ils­stöðum.

Eign­ar­halds­fé­lagið Vekra rek­ur sem fyrr seg­ir bílaum­boðið Öskju, sem ann­ast inn­flutn­ing og sölu á bif­reiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og Smart. Eins rek­ur eign­ar­halds­fé­lagið bíla­leigu og hef­ur fyr­ir­tæki utan um Mercedes-Benz vöru- og hóp­ferðarbíla. Ársvelta fyr­ir­tæk­is­ins var 25 millj­arðar á síðasta ári.

„Hjól­b­arðaþjón­usta er órjúf­an­leg­ur hluti af bílaviðskipt­um og þjón­ustu og enn frek­ar til framtíðar þar sem raf­bíl­ar eru að taka yfir sem ráðandi orku­gjafi. Dekkja­höll­in á sér góða sögu um þjón­ustu og er lands­byggðarfé­lag sem við kunn­um vel að meta,“ er haft eft­ir Jóni Trausta Ólafs­syni, for­stjóra Vekru og fram­kvæmda­stjóra Öskju, í til­kynn­ingu.

„Við horf­um því björt­um aug­um til framtíðar og erum þakk­lát því trausti sem okk­ur er falið að taka við eign­ar­haldi fé­lags­ins.“