Erfiðir tímar fram undan hjá bílaframleiðendum

Í tölum sem birtar voru í Þýskalandi í dag kemur fram að útflutningur á bílum hefur ekki verið lægri síðan í alþjóða kreppunni 2009. Vegna Covid-19 hafa horfurnar í þýska bílageiranum versnað til muna. Væntingar fyrirtækja í bílaframleiðslu hafa lækkað verulega á milli febrúar og mars.

Ástandið er litlu skárra í frönsku bílaiðnaði en bílaframleiðandi Peugeot hefur tryggt sér þriggja milljarða lán til að tryggja fjárhagsstöðu sína  í kjölfar höggsins á heimsvísu í bílaiðnaðinum.

Philippe de Rovira, fjármálastjóri PSA, sagði ástandið graf alvarlegt í bílaiðnaðinum, Frönsk stjórnvöld hafa komið til móts við okkur með ýmsum aðgerðum. Við vitum raunar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Bílaframleiðendur um allan heim hafa orðið illa úti vegna kórónaveirunnar, fyrst þegar framleiðsla stöðvaðist í Kína, þar sem vírusinn er upprunninn, og nú þegar hann dreifist í Evrópu og verksmiðjur hver af annarri hefur lokað. Ljóst er nú þegar að margar verksmiðjur í Evrópu verða lokaðar að minnsta kosti út þennan mánuð.