EuroRAP á Íslandi

The image “http://www.fib.is/myndir/EuroRAP-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Undanfarnar vikur hafa sérfræðingar FÍB undir stjórn Ólafs Kr. Guðmundssonar unnið að því að skoða og mæla vegi í íslenska vegakerfinu undir merkjum EuroRAP í því skyni að meta öryggi þeirra fyrir vegfarendur.

Í vor var fenginn stærri bíll til þessa verkefnis auk þess sem tækjabúnaður hefur að hluta verið endurnýjaður. Allur búnaður, sem og nýi bíllinn hefur virkað fullkomlega og hefur vinnan gengið mjög vel.
http://www.fib.is/myndir/Rap-Oli.jpg
Þegar sjálfri skoðuninni lýkur í haust verður í framhaldinu unnið úr þeim gögnum sem safnað hefur verið og síðan unnin skýrsla.

EuroRAP á Íslandi er undir forsjá FÍB en er styrkt af Umferðarstofu og Vegagerðinni fyrir hönd samgönguráðuneytisins. EuroRAP bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz B. Kaup og rekstur hans, eins og eldri bílsins, er fjármagnað af bifreiðaumboðinu Öskju, Good Year á Íslandi, N1, Vátryggingafélagi Íslands, Lýsingu og Samskipum.
http://www.fib.is/myndir/Rap-status.jpg
Þetta kort sýnir stöðu EuroRAP á Íslandi eins og hún er nú. Purpuraliturinn sýnir þá vegi sem búið er að skoða og sá brúni þá vegi sem ætlunin er að ljúka skoðun á fyrir lok september. Í framhaldinu verður unnið úr gögnunum í Svíþjóð og skýrsla gerð fyrir veturinn.