Ford Fiesta seldist mest í Bretlandi í janúar

Ford Fiesta er í toppsætinu yfir mest seldu bifreiðar í Bretlandi í janúar en sölutölur þess efnis voru birtar á dögunum. Alls seldust 8500 bílar af þessari tegund og segja sérfræðingar þetta ekki koma óvart.

Verðið á bílunum er hagstætt fyrir hinn venjulegan launamann, bílinn hefur góða aksturseiginleika og ekki er að skemma fyrir að bílinn er sparsamur. Ford verksmiðjurnar hafa tilkynnt að ný Fiesta sé væntanleg á markað síðar á árinu.

Nýskráningar í Bretlandi í janúar voru tæpar 175 þúsund sem er aukning um 2,9% frá því á sama tíma í fyrra. Þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna eins góða söluaukningu.

Framleiðendur og sölumenn eru á einu máli um að rekja megi þessa aukningu til vinsælda á rafmagns- og blendingsbílum. Sala á þessari útfærslu jókst um 19,9%. Á sama tíma drógst sala á díselbílum saman um 4,3%. Þessar tölur ýta undir þær sögusagnir að notkun díselbíla í sumum borgum verða bönnuð með tíð og tíma.

Volkswagen Golf er annar söluhæsti bílinn á Bretlandi í janúar en 5500 bílar seldust í mánuðinum sem leið. Í umsögn um bílinn segir að gott sé að aka honum, vélin er vel byggð og hagnýt. Ford Focus er í þriðja sætinu með 4800 bíla selda af þessari tegund. Bíllinn er sparneytin og þægilegur í borgarakstri.

Vauxhall á tvær tegundir, Astra og Corsa, í hópi tíu söluhæstu bílana og einnig má finna þar Kia Sportage og Audi A3.