Hlutdeild nýorkubíla 83% á fyrstu vikum ársins

Tölur yfir nýskráningar fólksbíla fyrstu tvær vikur þessa nýja árs gefa til kynna að sala á rafmagnsbílum halda sínu striki og gott betur en það. Nýkráningar í rafmagnsbílum eru alls 122 sem er tæplega helmingshlutfall, alls 49,4%. Á sama tímabili í fyrra var hlutdeild þeirra 26,8% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Tengiltvinnbílar koma í öðru sæti með 49 bíla, alls 19,8% hlutdeild. Hybridbílar eru í þriðja sæti með 34 bíla og 13,8% hlutdeild. Dísilbílar eru með 12,6% hlutdeild, alls 31 bíll, en bensínbílar hafa aðeins 4,5% hlutdeild. Sala í nýorkubílum er mun betri núna en í byrjun árs í fyrra.

Flestar nýskráningar eru í bílategundinniToyota þegar tölur yfir fyrstu tvær vikur ársins er skoðaðar. Fjöldi Toyota eru 38 bílar sem er um 15,38% hlutfall. Hyundai er í öðru sæti með 22 bíla og Land Rover kemur í þriðja sæti með 20 bíla.

Þessar tölur vekja óneitanlega athygli þegar haft er í huga þau lög sem tóku gildi um áramótin sem kveða á um að af bíl sem knúinn er rafmagni eða vetni greiði kílómetragjald að fjárhæð sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra, en kílómetragjald af tengilbifreið verður tvær krónur á kílómetra. Eigendur hybrid-bíla þurfa hins vegar ekki að greiða kílómetragjaldið frekar en eigendur bensín- og dísilbíla.

Á móti kemur að þá munu ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki geta sótt um styrk vegna kaupa á hrein­orku­bíl­um. Sá styrk­ur kem­ur í stað skattaí­viln­ana sem raf­bíl­ar hafa notið Styrk­ur­inn verður veitt­ur úr Orku­sjóði og nemur allt að 900 þúsund krón­um fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki í fjöl­skyldu­bíla­flokki.