Kia kynnir þrjá nýja rafbíla

Suður kóreski bílaframleiðandinn Kia kynnti á dögunum á árlegum rafbíladegi þrjá nýa rafbíla. Bílarnir undirstrika um leið metnaðurfulla stefnu Kia um að vera í fararbroddi í þróun og innleiðingu rafbílabyltingarinnar.

Á viðburðinum kynnti fyrirtækið framtíðarsýn sína um ,,rafbíla fyrir alla" og áætlun sína um að stækka rafbílalínuna sína hratt og mikið. Kia kom sér á kortið sem rafbílaframleiðandi með EV6 og EV9 og bætir nú við rafbílalínu sína með þremur nýjum, litlum til meðalstórum rafbílum sem tryggja fólki enn meira val og betri aðgang að rafbílum.

Á kynningunni voru kynntir til sögunnar EV5, nettur rafknúinn sportjeppi fyrir nútímafjölskylduna, og tveir nýir hugmyndabílar. Kia EV3 hugmyndabílnum er ætlað að bjóða upp á kosti Kia EV9 í litlum SUV-bíl á meðan

Kia EV4 hugmyndabíllinn er ný og fallega hönnuð útfærsla á sedan rafbíl. Viðburðurinn gekk ekki eingöngu út á að sýna nýju bílana. Þar var einnig fjallað um áætlun Kia um að auka þægindi og áreiðanleika fyrir viðskiptavini og rætt um sameiginlegar áskoranir, s.s. hleðsluinnviði.