Kostnaður við örorkumat bílslysa 3 milljarðar króna á ári

Í umfjöllun FÍB blaðsins um endurskoðun skaðabótalaga kemur fram að kostnaður tryggingafélaganna við að meta örorku af völdum bílslysa er um 3 milljarðar króna á ári.

Stærsti hlutinn rennur til lækna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga sem ýmist gæta hagsmuna tryggingafélaganna eða tjónþola. Tryggingafélögin hafa kallað eftir breyttu vinnulagi við matsgerðina, að miðlæg stofnun annist örorkumatið og þannig verði hagsmunatengsl rofin, traust bætt og samræmi aukið.

Aðspurð vilja tryggingafélögin þó ekki kveða upp úr um að kostnaður við matsgerðina lækki þrátt fyrir slíkar breytingar.