Lækk­un á olíu­verði á heimsvísu skili sér hæg­ar til ís­lenskra neyt­enda

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að freisting til þess að ,,ná í fleiri krónur“ sé líklega ástæða þess að lækkun á olíuverði á heimsvísu skili sér hægar til íslenskra neytenda en ella. Hann segir ennfremur að verðlækkun á heimsmarkaði með olíu u.þ.b. tuttugu krónum í samanborið við 13 krónur hér á landi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Runólfur segir það ánægjulega þróun að eldsneytisverð hefur haldið áfram að sveiflast niður á við. Krónan hafa verið að braggast síðustu daga gangvart bandaríkjadal. Hann segir að í eðlilegu umhverfi á þetta að koma neytendum til góða en það virðist ekki vera að skila sér á sama hraða og við sjáum á heimsmarkaði.

Fram kemur í viðtalinu við Runólf að eldsneytisverð hafi almennt verið óbreytt hjá íslensku olíufélögunum það sem af er þessum mánuði. Kostnaðarverð hefur þó lækkað um fimm krónur miðað við það sem það var nú á föstudag.

Umfjöllunina á mbl.is má nálgast hér.