Með mótorana í hjólunum

The image “http://www.fib.is/myndir/RafColt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mitsubishi er um þessar mundir að gera tilraunir með nýjan rafmagnsbíl sem byggður er á nýjustu gerð Colt. Bíllinn er kallaður Mitsubishi Colt MIEV. Hann er knúinn tveimur rafmótorum sem eru við hvor sitt afturhjól bílsins.
Með því að hafa rafmótorana við hjólin, eins og gert er í t.d. rafmagnslestarvögnum, sparast mjög mikið rými sem hægt er að nýta til að auka notagildi bílsins. Auðveldara er líka að nýta hemlunarorkuna til að búa til rafmagn sem aftur nýtist til að knýja bílinn áfram og ekki þarf neina þunga driföxla, hjöruliði og mismunadrif sem bæði taka rými og auka þyngd bílsins.
Rafmótorarnir fá strauminn frá 22 lithium-rafhlöðum sem fullhlaðnar hafa að geyma 40 amperstundir. Hámarkshraðinn er 150 km / klst og bíllinn kemst 150 km á hleðslunni.
Þyngd bílsins er 1150 kíló og aflið er um 40 hö en nýir mótorar sem verið er að þróa verða um 70 hö. Mitsubishi boðar einnig svona rafmagns-Colt með fjórum mótorum, einum við hvert hjól innan tíðar.
The image “http://www.fib.is/myndir/RafmagnsColt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.