Mikill kippur í sölu á nýjum bílum í Evrópu

Sala á nýjum bílum í einum mánuði í Evrópu hefur ekki verið meiri í 10 ár. Þetta gerðist í nýliðnum ágúst mánuði þegar nýskráningar bifreiða fór yfir 865 þúsund.

Bílaframleiðendur eru að vonum í skýjunum og mjög bjartsýnir á framhaldið.

Þegar litið er yfir mánuðina sem liðnir eru af árinu hafa nýskráningar aukist í Evrópu um 4,5% í samanborið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar eru um 10 milljónir bíla fyrstu átta mánuði ársins.

Í ágúst jókst salan mest á Ítalíu og Spáni þrátt fyrir ekki gott efnahagsástand og tiltölulega hátt atvinnuleysi. Aukning var í flestum Evrópulöndum en í Bretlandi minnkaði hún um tæp 6%.