Mjög góð bílasala það sem af er árinu

Bílasala á hér á landi sem og víðast hvar annars staðar í Evrópu hefur verið góð það sem af er þessu ári. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla á Íslandi orðnar 22.221 þúsund en í fyrra á sama tíma rúmlega 19 þúsund.

BL söluhæsta umboðið

Þegar rýnt er í tölur kemur í ljós að BL er söluhæsta umboðið og hafði selt 6.157 bíla fyrstu ellefu mánuði ársins sem gerir 23% vöxt á milli ára. Toyota kemur þar á eftir með 3.977 bíla sem er um 21% vöxtur á milli ára. Hekla kemur í þriðja sætinu með  3.587 bíla, Brimborg með 3.263 selda bíla og Askja í fimmta sætinu með 2.740 bíla.

Nýskráning bílaleigubíla er aðeins minni fyrstu ellefu mánuði ársins samanborið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar sem af er árinu nemur 8.323 bílum en voru 8.599 í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu.