Möltubúar latasta þjóðin

Mesta letingjaþjóð heimsins er í Evrópu, nánar tiltekið á Miðjarðarhafseynni Möltu samkvæmt viðamikilli alþjóðlegri rannsókn sem greint er frá í læknatímaritinu Lancet. Sagt er frá þessu í sænska dagblaðinu Dagens Industri.

Rannsóknin leiðir í ljós að 72 prósent þessarar litlu eyþjóðar leggur ekki stund á neinskonar hreyfingu eða líkamsþjálfun. Flestir vita þó að hæfileg hreyfing og líkamsþjálfun er bráðholl, en það er eins og sú almenna vitneskja hafi ekki náð eyrum stórs hluta Möltubúa, sem eru um 400 þúsund talsins. Það er af þessum ástæðum sem Möltumenn teljast vera heimsins mestu letingjar. Þessi „hreyfileti“ er skilgreind þannig að letimörkin eru sett við 30 mínútna létta líkamsrækt fimm daga vikunnar eða harðar átakaæfingar í 20 mínútur þrisvar í viku.

Næst mestu letingjar heimsins eru íbúar Swazilands í sunnanverðri Afríku og í þriðja sæti eru Saudi-Arabar.

Af öðrum evrópskum letiþjóðum eru Ítalir, Tyrkir, Bretar og Kýpurbúar, en þessar þjóðir eru meðal 20 lötustu þjóðanna. Hinir skuldpíndu Grikkir, sem oft eru sakaðir um að vera húðlatir og vilja helst sitja í sólinni og drekka ouzu, eru hins vegar ekki latir, heldur eru þeir mesta dugnaðarþjóðin. Einungis 15 prósent þeirra fylla letingjaflokkinn

Lötustu þjóðir heims

1.

Malta 

71,9% stunda enga líkamsrækt

2.

Swaziland 

69,0% stunda enga líkamsrækt

3.

Saudi-Arabía

68,8% stunda enga líkamsrækt

4.

Serbía

68,3% stunda enga líkamsrækt

5.

Argentína

68,3% stunda enga líkamsrækt

6.

Mikronesía

66,3% stunda enga líkamsrækt

7.

Kuwait

64,5% stunda enga líkamsrækt

8.

Bretland

63,3% stunda enga líkamsrækt

9.

Sameinuðu furstadæmin

62,5% stunda enga líkamsrækt

10.

Malasía

61,4% stunda enga líkamsrækt