Olíuforstjórar fyrir dóm

http://www.fib.is/myndir/Samrad.jpg


Ákæra á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum Esso, Olíss og Skeljungs, þeim Geir Magnússyni, Einari Benediktssyni og Kristni Björnssyni fyrir ólöglegt samráð, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ákæran er í 27 liðum og samkvæmt núgildandi samkeppnislögum geta forstjórarnir þrír átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi allt að tveimur til fjórum árum, verði þeir sekir fundnir.

Rúmlega fimm ár eru síðan Samkeppnisstofnun  hóf að rannsaka meint samráð olíufélaganna þriggja og gerði húsleit á skrifstofum félaganna og lagði hald á gögn.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu í morgun.