Rafmagnsbíll mest seldi bílinn í fyrsta sinn í Evrópu 2023

Tesla Model Y var mest seldi bíl ársins 2023 í Evrópu. Þetta eru tíðindi fyrir margar sakir en þetta er í fyrsta skipti sem rafmagnsbíll er mest seldi bílinn en ekki bíll sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

Tesla seldist í 254.822 eintökum og voru yfirburðir bílsins töluverðir í Evrópu og var hann þar í nokkrum löndum mest seldi bílinn. Sölutölur í Evrópu voru birtar í vikunni og þar kemur í ljós að Dacia Sandero var í öðru sæti með 235 þúsund bíla og í þriðja sæti kom Volkswagen T-Roc með 206.438 selda bíla.

Renault Clio var í fjóðra sæti sem söluhæsti bílinn í Evrópu. Alls seldust 143.293 eintök af bílinum og í fimmta sæti var Peugeot 208 með 194.376 bíla.

Gríðarlegur viðsnúningur var í sölu á Teslu Model Y á milli ára. Árið 2022 seldust 137.608 bílar í Evrópu og er því söluaukning sem nemur rúmum 85%. Hlutdeild rafmagnsbíla í Evrópu á síðasta ári var orðin 14,6%.

Hér á landi voru nýskráningar flestar í Tesla 2023 þegar sala á einstökum bílategundum eru skoðaðar. Tesla seldist alls í 3.547 eintökum og Toyota kom í öðru sæti með 3.001 bíla og Kia í þriðja sæti með alls 1.959 bíla.