Sex hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu

Einn lést í umferðaslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimajökul nærri Pétursey í gærkvöldi. Það sem af er árinu hafa sex manns látist í fjórum umferðarslysum og hafa aldrei áður látist fleiri í umferðarslysum í janúar. Skár Samgöngustofu ná aftur til ársins 1973. Fimm lét­ust í um­ferðarslys­um í janú­ar­mánuði árið 1977.

Fyrir banaslysið í gærkvöldi létust hjón í slysi á Grinda­vík­ur­vegi 5. janú­ar. Tveir lét­ust í slysi á þjóðvegi 1 skammt vest­an við Skafta­fell 12. janú­ar og einn lést í um­ferðarslysi á Vest­ur­lands­vegi 16. janú­ar

Árið 2023 létust átta manns í umferðinni hér á landi. Það er Umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysla (RNSA) sem annast rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðaslysa hér á landi.

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, harm­ar fjölda þeirra bana­slysa sem orðið hafa í um­ferðinni í janú­ar. Í samtali við mbl.is tel­ur hún til­drög slys­anna hafa verið ólík og því sé mik­il­vægt að finna sam­nefn­ara til að varpa ljósi á hvað það er sem veld­ur.

Bergþóra seg­ir mik­il von­brigði að fá svo stóra slysa­hrinu á jafn skömm­um tíma, sér­stak­lega eft­ir góðan ár­ang­ur síðustu tvö ár þar sem bana­slys­um hef­ur fækkað.

„Það hef­ur náðst veru­leg­ur ár­ang­ur með sam­stilltu átaki í gegn­um um­ferðarör­ygg­is­ráð. Það er bæði vega­kerfið, upp­lýs­ing­ar til öku­manna, öku­skól­inn, um­ferðarör­yggisaðgerðir, lög­gæsla og ým­is­legt annað sem hef­ur áhrif, af því að þetta er miklu flókn­ara mál held­ur en bara veg­ur­inn,“ seg­ir Bergþóra og bæt­ir við:

„Við vor­um að horfa til þess að við vær­um að ná ár­angri sem þjóðfé­lag. Ekki bara Vega­gerðin, held­ur við sem kom­um að þess­um mál­um, en svo kem­ur þetta hrika­lega bak­slag og við þurf­um nátt­úru­lega að setj­ast yfir það og sjá hvað er þetta eig­in­lega sem er að valda.“

Óskað eftir fundi til að ræða leiðir til úr­bóta

Stopp – hingað og ekki lengra er nafn hóps sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut hefur óskað eft­ir fundi með Fé­lagi ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, Vega­gerðinni, Sam­göngu­stofu, Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar og rík­is­lög­reglu­stjóra til að ræða leiðir til úr­bóta eins fljótt og kostur er..

Hópurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur það að meginmarkmiði að bæta umferðaröryggi á þessum fjölfarnasta vegi landsins

Í 2. tbl. 2023 af FÍB blaðinu var til umfjöllunar umferðaröryggi á vegum hér á landi og viðtal tekið við rannsóknarstjóra á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa. Viðtalið má nálgast hér.