Skoda Octavia besti bíllinn

http://www.fib.is/myndir/SkodaOctavia2007.jpg
Skoda Octavia árg. 2007.


Samkvæmt könnun meðal lesenda breska bílatímaritsins Auto Express telja lesendur tímaritsins að Skoda Octavia sé besti bíllinn í Bretlandi um þessar mundir. Spurt var um atriði eins og kaupverð og hvað fengist fyrir peninginn, endursöluverð, reksturskostnað, aksturseiginleika, þægindi o.fl. Þegar þátttakendur í könnuninni vógu þessi og önnur atriði saman varð niðurstaðan sú að Skódinn varð stigahæstur og hlaut titilinn bestu bílakaupin í Bretlandi. Í öðru sæti varð Lexus RX.

Niðurstöður könnunarinnar hafa ekki enn verið birtar í Auto Express sjálfu en þeirra er vænst í tölublaðinu sem kemur út í fyrramálið. Auto Motor & Sport í Svíþjóð hefur hins vegar komist yfir niðurstöðurnar og segir að alls hafi yfir 30 þúsund manns tekið þátt í könnuninni. Sigurbíllinn er seinasta (önnur) kynslóð Skoda Octavia og óneitanlega hlýtur niðurstaðan að snerta nokkuð óþyrmilega við framleiðendum Lexus RX sem varð í 2. sæti sem fyrr segir, BMW 5 sem varð í 5. sæti, Mercedes Benz E sem varð í 14. sæti, Porsche Boxter sem varð í 29. sæti og Jaguar X-Type sem varð í 55. sæti.

Röð bílanna í 20 efstu sætunum er annars þessi:

1 Skoda Octavia (nýja kynslóðin)
2 Lexus RX
3 Honda S2000
4 Honda Civic (nýja kynslóðin)
5 BMW 5-series (nýja kynslóðin)
6 BMW 5-series (gamla kynslóðin)
7 Mazda 6
8 Toyota Corolla (nýja kynslóðin)
9 Volkswagen Golf (nýja kynslóðin)
10 Honda Jazz
11 Mazda 3
12 Lexus IS (gamla kynslóðin)
13 Honda Accord (nýja kynslóðin)
14 Mercedes E-klass (nýja kynslóðin)
15 BMW 3-serien (nýja kynslóðin)
16 Rover 75
17 Toyota RAV4 (gamla kynslóðin)
18 Audi A6 (nýja kynslóðin)
19 Ford Focus (nýja kynslóðin)
20 Land Rover Discovery (nýja kynslóðin)